Pæling dagsins

Hugleiðingar Þórarins Hjartarsonar um málefni samtímans.

Listen on:

  • Podbean App
  • Spotify

Episodes

Friday Jan 24, 2025

Þórarinn ræðir hin ýmsu mál. Í fyrstu er rætt um þær afleiðingar sem forsetisseta Trump kann að hafa á íslenskt samfélag og það sett í samhengi við þær menningarbreytingar sem eiga sér stað í dag. Þá er rætt um stöðu Evrópu og fjallað um það afhverju bæði Viðreisn og Samfylkingin vilji ekki fara í ESB. Að lokum er rætt um rétttrúnaðinn, heiðurstengda glæpi og margt fleira.
- Afhverju vill Viðreisn ekki fara í ESB?
- Hvað þýðir tveggjakynja stefna Trump?
- Mun Ísland, ólíkt Evrópu, standa í lappirnar gagnvart heiðursofbeldi?
 
Þessum spurningum er svarað hér.

Saturday Jan 18, 2025

Þórarinn ræðir um þá afleitu hugmynd að ný ríkisstjórn telji fýsilegt að ræða um aðild Íslands að ESB. Í því samhengi er rætt um úrskurð héraðsdóms sem komst að þeirri niðurstöðu að fella ætti leyfi virkjunarinnar úr gildi sökum þess að hún stangast á við löggjöf Evrópusambandsins. Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling

#62 Hver er Pierre Poilievre?

Saturday Jan 11, 2025

Saturday Jan 11, 2025

Þórarinn ræðir stjórnmálamanninn Pierre Poilievre en það þykir nokkuð ljóst að hann mun koma til með að taka við forsætisráðherraembætti Kanada eftir næstu kosningar þar í landi. Til að styrkja þetta framtak má fara inn á www.pardus.is/einpaeling

Thursday Jan 02, 2025

Þórarinn ræðir um stöðu stjórnmálanna og hvaða áhrif Inga Sæland kunni að hafa á ríkisstjórnina. Þá er fjallað um Sjálfstæðisflokkinn, kulnun opinberra starfsmanna, þróun í Evrópu og fleira. - Er skynsamlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fresta landsfundi? - Verður Inga Sæland álitin aukaleikari líkt og Dagur B.? - Þurfa Valkyrjurnar að segja stéttarfélögunum stríð á hendur?

Tuesday Dec 17, 2024

Þórarinn ræðir fjölmörg mál, þar á meðal einkarekna leikskóla, stjórnmálin og skipulagsmál hjá Reykjavíkurborg, en sérstök áhersla er lögð á gagnrýni Þórarins á RÚV og hugarfar er varðar kulnun sem, þrátt fyrir litla athygli, hafa gríðarleg áhrif á vinnumarkaðinn.

Wednesday Dec 04, 2024

Í þessum þætti fjallar Þórarinn um þær áskoranir sem valkyrjustjórn Kristrúnar, Þorgerðar og Ingu stendur frammi fyrir. Hann skoðar málin í samhengi við nýlegar vendingar í fágætismálmum, útlendingamálum og fólksfækkun, bæði á Íslandi og erlendis. Að lokum er sjónum beint að listamannalaunum og þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við úthlutun þeirra á þessu ári.

Monday Dec 02, 2024

Þórarinn ræðir nýliðnar kosningar og hvaða áhrif það mun koma til með að hafa á hið pólitíska landslag.
- Var EHF gat Samfylkingarinnar pólitískt útspil?
- Er þjóðin loks búin að gefast upp á hinu róttæka vinstri?
- Hvað verður um Bjarna?

Thursday Nov 07, 2024

Þórarinn ræðir um reynslu sína af því að fylgjast með kosningum í Pennsylvaníu.

#57 Hundaflautukosningar

Monday Oct 21, 2024

Monday Oct 21, 2024

Þórarinn ræðir kynferðisafbrot og breytt landslag í stjórnmálaumræðu.

Sunday Oct 20, 2024

Þórarinn ræðir um stöðu stéttarlýðsfélaga, vendingar í upphafi snarprar kosningabaráttu og margt fleira.
Til að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125