Episodes

Tuesday Jun 11, 2024
Tuesday Jun 11, 2024
Þórarinn fjallar um leyfisveitingar, stjórnmálin og afleiddar afleiðingar þess hve svifasein stjórnsýslan á Íslandi er. Einnig er fjallað um breyttar áherslur í málflutningi Kristrúnu Frostadóttur og Björns Leví Gunnarssonar sem að virðist vera að færast í átt að röksemdarfærslum Milton Friedman.

Saturday Jun 01, 2024
Saturday Jun 01, 2024
Þórarinn ræðir afhverju umræða um afhverju umræður um vandamál séu þannig að lögmál virðist vera að þau muni koma til með að aukast.
- Er stóuspeki og hugleiðingar Ágústar Árelíusar dottin úr tísku?
- Er Halla Gunnarsdóttir að fara að eltast við kjörna fulltrúa?
- Hverjir græða á vandamálunum?
- Gerir kvennaathvarfið lítið úr heiðursglæpum?
Þessum spurningum er svarað hér.
Til þess að styrkja þetta framtak má fara á www.pardus.is/einpaeling

Thursday May 23, 2024
Thursday May 23, 2024
Þórarinn ræðir um áherslu stjórn- og áhrifavalda til þess að breyta tungumálinu til þess að þóknast pólitískum hugðarefnum.

Thursday May 16, 2024
Thursday May 16, 2024
Þórarinn fjallar um vondar hugmyndir í samhengi við góðar hugmyndir. Afhverju kjósa samfélög að fylgja vondum hugmyndum? Hvaða áhrif hefur skoðanakúgun á samfélagsgerð og framþróun? Hver er staða háskólasamfélaga í hinum Vestræna heimi gagnvart upplýsingagjöf og áhrif? Þessum spurningum er svarað hér.

Thursday May 09, 2024
Thursday May 09, 2024
Þórarinn ræðir hugmyndir Niall Ferguson, Jonathan Haidt, Mark Lilla og Andrew Doyle um hvernig sértrúarsöfnuðum hefur tekist að gera akademískar stofnanir og virta háskóla að aðhlátursefni á undanförnum árum.

Friday May 03, 2024
Friday May 03, 2024
Þórarinn ræðir um eftirfarandi hluti:
- Hvað gerist þegar inngilding mistekst?
- Afhverju var Women's March bara haldið einu sinni?
- Hvers vegna misnotar öfgafólk réttindabaráttur til þess að koma sjálfu sér á framfæri?
- Afhverju neitaði nýja Samfylkingin tillögu gömlu Samfylkingarinnar í útlendingamálum?

Thursday Apr 18, 2024
Thursday Apr 18, 2024
Þórarinn fjallar um fyrri hluta nýrrar fjármálaáætlunar nýs fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Thursday Apr 11, 2024
Thursday Apr 11, 2024
Þórarinn ræðir um ýmis mál sem snúa að samtímanum. Meðal annars:
- Bjarni Benediktsson er kominn í bana stuð.
- Framsókn býður þjóðinni upp á besta og versta ráðherrann
- Er Klapp app Strætó versta app sögunnar?
- Rottufaraldur á meðan Samband íslenskra sveitarfélaga mokar fjármagni í Höllu Gunnarsdóttur.
- Hvað er VG án Katrínar?
- Hvað liggur að baki aukinni sjálfvígstíðni kvenna?
Njótið!

Wednesday Apr 03, 2024
Wednesday Apr 03, 2024
Þórarinn fer um víðan völl að þessu sinni. Fjallað er stuttlega um forsetakosningar hér á landi og í Bandaríkjunum. Þá er fjallað um áhrif þess á Bandarísk stjórnmál að dagur sýnileika transfólks hafi verið sama dag og Páskadagur.
Að lokum er rætt um orðin okkar og nýja löggjöf í Skotlandi sem tók nýlega gildi þar sem tjáningarfrelsi fólks er takmarkað undir þeim formmerkjum að takast skuli á við hatursorðræðu.
Christopher Hitchens - Why Orwell Matters: https://www.youtube.com/watch?v=rY5Ste5xRAA
Orðin okkar - Auglýsing: https://www.youtube.com/watch?v=e2XW6UJE4wo
Humza Yousaf - White: https://www.youtube.com/watch?v=FI3JBBlmej4
Vaclav Havel með útsendara ríkisins á hælunum: https://www.youtube.com/watch?v=ngHldh6UDbs

Friday Mar 29, 2024
Friday Mar 29, 2024
Þórarinn ræðir um verðbólguna og snúna stöðu sem að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er kominn í vegna erfiðrar stöðu Grindvíkinga og litlu framboði á húsnæði. Þá er fjallað um álitamál um transmál þar sem hugleiðingar Þórarins um umræðuna eru bornar á borð og stutt hljóðbrot úr þætti Bill Maher er meðal annars spilað. Að lokum er fjallað um Höllu Gunnarsdóttur en hún mun taka að sér verkefni að fylgjast með hegðun kjörinna fulltrúa gagnvart öðrum kjörnum fulltrúum. Fyrir ómakið fær hún litlar 644.000 krónur á mánuði en um er að ræða fjóra vinnudaga í mánuði.