Episodes

Friday May 03, 2024
Friday May 03, 2024
Þórarinn ræðir um eftirfarandi hluti:
- Hvað gerist þegar inngilding mistekst?
- Afhverju var Women's March bara haldið einu sinni?
- Hvers vegna misnotar öfgafólk réttindabaráttur til þess að koma sjálfu sér á framfæri?
- Afhverju neitaði nýja Samfylkingin tillögu gömlu Samfylkingarinnar í útlendingamálum?

Thursday Apr 18, 2024
Thursday Apr 18, 2024
Þórarinn fjallar um fyrri hluta nýrrar fjármálaáætlunar nýs fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Thursday Apr 11, 2024
Thursday Apr 11, 2024
Þórarinn ræðir um ýmis mál sem snúa að samtímanum. Meðal annars:
- Bjarni Benediktsson er kominn í bana stuð.
- Framsókn býður þjóðinni upp á besta og versta ráðherrann
- Er Klapp app Strætó versta app sögunnar?
- Rottufaraldur á meðan Samband íslenskra sveitarfélaga mokar fjármagni í Höllu Gunnarsdóttur.
- Hvað er VG án Katrínar?
- Hvað liggur að baki aukinni sjálfvígstíðni kvenna?
Njótið!

Wednesday Apr 03, 2024
Wednesday Apr 03, 2024
Þórarinn fer um víðan völl að þessu sinni. Fjallað er stuttlega um forsetakosningar hér á landi og í Bandaríkjunum. Þá er fjallað um áhrif þess á Bandarísk stjórnmál að dagur sýnileika transfólks hafi verið sama dag og Páskadagur.
Að lokum er rætt um orðin okkar og nýja löggjöf í Skotlandi sem tók nýlega gildi þar sem tjáningarfrelsi fólks er takmarkað undir þeim formmerkjum að takast skuli á við hatursorðræðu.
Christopher Hitchens - Why Orwell Matters: https://www.youtube.com/watch?v=rY5Ste5xRAA
Orðin okkar - Auglýsing: https://www.youtube.com/watch?v=e2XW6UJE4wo
Humza Yousaf - White: https://www.youtube.com/watch?v=FI3JBBlmej4
Vaclav Havel með útsendara ríkisins á hælunum: https://www.youtube.com/watch?v=ngHldh6UDbs

Friday Mar 29, 2024
Friday Mar 29, 2024
Þórarinn ræðir um verðbólguna og snúna stöðu sem að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er kominn í vegna erfiðrar stöðu Grindvíkinga og litlu framboði á húsnæði. Þá er fjallað um álitamál um transmál þar sem hugleiðingar Þórarins um umræðuna eru bornar á borð og stutt hljóðbrot úr þætti Bill Maher er meðal annars spilað. Að lokum er fjallað um Höllu Gunnarsdóttur en hún mun taka að sér verkefni að fylgjast með hegðun kjörinna fulltrúa gagnvart öðrum kjörnum fulltrúum. Fyrir ómakið fær hún litlar 644.000 krónur á mánuði en um er að ræða fjóra vinnudaga í mánuði.

Tuesday Mar 26, 2024
Tuesday Mar 26, 2024
Þórarinn ræðir um þátt Silfursins þar sem tekið var viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, kjarasamninga, ríkisútgjöld, kvöldþing stjórnmálamanna, kaup Landsbankanns á TM og fleira.

Tuesday Mar 12, 2024
Tuesday Mar 12, 2024
Þórarinn ræðir um landamæraeftirlit og auknar áherslur á útlendingamál í stjórnmálunum á Íslandi. Farið er yfir þau mál sem voru rædd í þætti Silfrisins á mánudagskvöldið og farið yfir hugmyndir stjórnmálamanna um það hvað þurfi að gera í verðbólgunni og skorti á aðföngum og mannafla í skólakerfinu. Að lokum er rætt um ADHD lyf sem virðist vera orðin okkar eina lausn til þess að takast á við vanlíðan og vangetu ungs fólks í skóla.

Thursday Mar 07, 2024
Thursday Mar 07, 2024
Þórarinn ræðir um kjarasamninga, útlendingamál, pólitískan óstöðugleika, Karl Marx, kulnun innan háskólasamfélagsins, Austin University, heilbrigðiskerfið og húsaleigulög.

Thursday Feb 29, 2024
Thursday Feb 29, 2024
Þórarinn ræðir um stefnubreytingu Samfylkingarinnar þegar að Kristrún Frostadóttir kvað upp nýjan tón í málefnum útlendinga og hælisleitenda. Einnig er fjallað um varhugaverða þróun í fjölda heimilislækna og kjaraviðræður.

Monday Feb 05, 2024
Monday Feb 05, 2024
Þórarinn ræðir um þróun Evrópu í útlendingamálum undanfarin ár. Fjallað er um ábyrgð Vestrænna ríkja til þess að taka á móti fólki frá mismunandi menningarheimum, færsla Bjarna um tjaldbúðirnar á Austurvelli, hvað fjölgun flóttamanna frá Gasa þýði fyrir Gyðinga á Íslandi, þróunina á Norðurlöndunum og aukið fylgi flokka í Evrópu sem að hafa á sinni stefnuskrá að úthýsa múslimum, tjáningarfrelsi, Ketman, hatursorðræðu og fleira.

